Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

20
Mar

Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

Íslandsmeistaramót í iðn- og verkgreinum var haldið í Laugardalshöll dagana 16. - 18. mars. 

Á mótinu, sem er samvinnuverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis, sveitarfélaga og fagfélaga iðn- og starfsgreina, var keppt í 22 faggreinum.

Í bakaraiðn öttu kappi þau Hekla Guðrún Þrastardóttir, Matthías Jóhannesson og Finnur Guðberg Ívarsson þar sem Finnur stóð uppi sem sigurvegari. 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun og óskar þeim öllum innilega til hamingju með frábæra keppni. 

Formaður Landssambands bakarameistara, dómarar og keppendur

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Matthías, Hekla og Finnur

Matthías, Hekla og Finnur 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum verðlaun

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun en að auki fékk Finnur eignarbikar fyrir sigur.

 

 

Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi

03
Mar

Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi

Sig­urður Már Guðjóns­son, formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, varar við fúski og svartri atvinnustarfsemi. 

Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Sigurð þar sem hann bendir á þær hættur sem við blasa í áformum Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur ráðherra, iðnaðar, há­skóla og ný­sköp­un­ar, um að leggja niður nú­ver­andi kerfi um lög­vernd­un starfs­greina aðför að fag­mennsku. Sigurður ótt­ast að svört at­vinnu­starf­semi og fúsk muni taka við. 

Í viðtalinu kemur fram að Sigurður telur þau áform ráðuneytis um að að forgangsraða hvar lögverndun er mikilvæg og að ryðja í burt aðgangshindrunum glapræði. Því til stuðnings bendir hann á að í Þýskalandi hafi lög­vernd­un starfs­heita verið gef­in frjálst árið 2004 en Þjóðverj­ar hafi tekið upp fyrra fyr­ir­komu­lag lög­vernd­un­ar árið 2020 að nýju.  Slíkt mun draga úr fag­mennsku og gæðum og svört at­vinnu­starf­semi mun aukast, segir Sigurður í viðtalinu. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á mbl.is:

Fyrirséð að fúsk muni aukast

Matvælaráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins

10
Feb

Matvælaráðherra tók á móti fyrstu Köku ársins

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins 2023 í dag.  Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi.

Kaka ársins er með Doré karamellu-mousse með passion-kremi og heslihnetumarengsbotni. Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag í tilefni af Valentínusardegi sem er næstkomandi þriðjudag. Kaka ársins verður til sölu út árið.

Mynd/BIG

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,  Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara.

Brauð ársins 2023 er Kamútsúrdeigsbrauð

10
Jan

Brauð ársins 2023 er Kamútsúrdeigsbrauð

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi sigraði í keppninni Brauð ársins 2023

Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppni um brauð ársins 2023 á síðasta ári. Alls bárustu 17 brauðtegundir sem kepptu til úrslita í keppninni en dómnefnd var einróma í áliti sínu að kamút-súrdeigsbrauð Gunnars Jökuls Hjaltasonar, bakara hjá Mosfellsbakaríi, færi með sigur af hólmi.

Kamút-hveiti (Khorasanhveiti) er lífrænt heilmalað hveiti og einstaklega bragðgott þar sem það er smjörkennt með ögn hnetukeim. Hveitið er með hærra næringargildi en hefðbundið hveiti og um 20-40% hærra próteininnihald. Brauðið er því einstaklega bragðgott súrdeigsbrauð með chiafræjum og haframjöli.  Ekki er vitað nákvæmlega um uppruna kamút-eða Khorasanhveitis en sögur herma að hveititegundin hafi meðal annars fundist í grafhýsi Tutankhamun, konung Egypta sem uppi var á 14. öld fyrir Krist.

Landssamband bakarameistara óskar Gunnari Jökli til hamingju með sigurinn.  

Karen Guðmundsdóttir

14
Okt

Karen sigurvergari í Nemakeppni ársins

Nemakeppni Kornax í bakstri fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 13. október.

Sex keppendur, fjórar stúlkur og tveir piltar öll á fyrsta ári í bakaraiðn, tóku þátt í keppninni og sýndu sínar bestu hliðar. 
Karen Guðmundsdóttir, hjá Gulla Arnar í Hafnarfirði, sigraði í keppninni með glæisbrag. 

Í öðru sæti var Pálmi Hrafn Gunnarsson hjá Passion og Sunnevea Kristjánsdóttir í Sandholtsbakaríi hreppti þriðja sætið. 

Dómarar voru í keppninni voru þau Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakararmeistara. Elenora Rós bakari og áhrifavaldur og Haukur Guðmundsson yfirbakari hjá IKEA.

Landssamband bakarameistara óskar öllum keppendum innilega til hamingju með framúrskarandi keppni.  

 

 

Sigurður í Bernhöftsbakaríi nýr formaður LABAK

23

Sigurður í Bernhöftsbakaríi nýr formaður LABAK

Aukaaðalfundur Landssambands bakarameistara, LABAK, fór fram 21. júní. Á fundinum var gengið til kosninga um formennsku í LABAK og í stjórn félagsins. Sigurður Már Guðjónsson í Bernhöftsbakaríi var kosinn formaður félagsins og tekur við embætti af Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi. Þess ber að geta að með formennsku fetar Sigurður í fótspor afa síns Sigurðar Bergssonar sem var fyrsti formaður Labak og gengdi formennsku frá árinu 1958 til 1970.

Á fundinum var einnig kosið um tvö sæti í stjórn félagsins. Sigubjörg Sigþórsdóttir í Bakarameistaranum og Vilhjálmur Þorláksson í Gæðabakstri/Ömmubakstri voru sjálfkjörin. Alfreð Freyr Karlsson í Kallabakaríi var kjörinn varamaður í stjórn félagsins.

Stjórn félagsins 2022-2023 skipa: Almar Þór Þorgeirsson, Almarsbakarí, Róbert Óttarsson, Sauðárkróksbakarí, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Bakarameistarinn, Sigurður Már Guðjónsson, Bernhöftsbakarí, og Vilhjálmur Þorláksson, Gæðabakstur/Ömmubakstur. Alfreð Freyr Karlsson og Sigurjón Héðinsson eru varamenn í stjórn félagsins. 

Aðalfundur Landssambands bakarameistara

06
Ma

Aðalfundur Landssambands bakarameistara

Aðalfundur Landssamband bakarameistara verður haldinn föstudaginn 20. maí, næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins og hefst kl. 15:00

 

Dagskrá:

15:00     Setning

15:10     Krefjandi rekstrarskilyrði, staða og horfur.

              Fjallað verður um áskoranir í rekstarumhverfi

15:45     Kaffihlé

16:00     Aðalfundarstörf

                              Skýrsla stjórnar

                              Starfsáætlun næsta árs

                              Ársreikningar og fjárhagsáætlun

                              Lagabreytingar

                              Kosningar

                              Ákvörðun félagsgjalda

                              Önnur mál

17:00-19:00        Óformlegar umræður og léttar veitingar í boði félagsins

 

Á aðalfundi á hverju ári er formaður kosinn til eins árs og tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til formanns eða í stjórn eru hvattir til að hafa samband við Gunnar Sigurðarson á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Athygli er vakin á því að tilkynna skal um framboð að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Kaka ársins

17
Feb

Iðnaðarráðherra fékk fyrstu köku ársins

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, iðnaðarráðherra, tók á móti fyrstu Köku ársins 2022 í dag. Eins og áður var haldin árleg keppni um köku ársins og stóð Rúnar Felixson hjá Mosfellsbakaríi uppi sem sigurvegari. Kaka Rúnar er pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi.

 

 

Kaka ársins

20

Rúnar Felixson bar sigur úr býtum

Úrslit keppninnar um Köku ársins 2022 fór fram í dag en fjórar kökur sem komust áfram í undankeppni fóru fyrir dómnefnd. Það var síðan Rún­ar Felix­son hjá Mos­fells­baka­ríi sem bar sig­ur úr bít­um með köku sem er með pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi. Rúnar átti tvær kökur í úrslitum þetta árið en kaka Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur, samstarfsfélagi hans hjá Mosfellsbakaríi, lenti í öðru sæti. Karsten Rummelhoff frá Sauðárkróksbakaríi lenti í þriðja sæti.

Dóm­nefnd­in var vel skipuð í ár en hana skipuðu þau Eggert Jóns­son, bak­ari og konditor, Þórey Lovísa Sig­mund­ar­dótt­ir, yf­ir­bak­ari á Héðni, Linda Ben., mat­ar­blogg­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna og Þóra Kolbrá Sigurðardóttir hjá matarvef Morgunblaðsins. 

Kaka ársins fer í sölu þann 17. febrúar 2022

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

01

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara, LABAK, var kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hótel Grímsborgum um síðastliðna helgi. Sigurbjörg Sigþórsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður en hún hefur gengt því hlutverki frá því í september á síðasta ári. Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi.

Sigurbjörg var kvödd með virktum og henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stjórn Landssambands bakarameistara skipa þau Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson, Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson og Steinþór Jónsson. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Hafliði Ragnarsson, formaður, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson og Steinþór Jónsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.

Síða 3 af 6