Karen Guðmundsdóttir

14
Okt

Karen sigurvergari í Nemakeppni ársins

Nemakeppni Kornax í bakstri fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 13. október.

Sex keppendur, fjórar stúlkur og tveir piltar öll á fyrsta ári í bakaraiðn, tóku þátt í keppninni og sýndu sínar bestu hliðar. 
Karen Guðmundsdóttir, hjá Gulla Arnar í Hafnarfirði, sigraði í keppninni með glæisbrag. 

Í öðru sæti var Pálmi Hrafn Gunnarsson hjá Passion og Sunnevea Kristjánsdóttir í Sandholtsbakaríi hreppti þriðja sætið. 

Dómarar voru í keppninni voru þau Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakararmeistara. Elenora Rós bakari og áhrifavaldur og Haukur Guðmundsson yfirbakari hjá IKEA.

Landssamband bakarameistara óskar öllum keppendum innilega til hamingju með framúrskarandi keppni.  

 

 

Sigurður í Bernhöftsbakaríi nýr formaður LABAK

23

Sigurður í Bernhöftsbakaríi nýr formaður LABAK

Aukaaðalfundur Landssambands bakarameistara, LABAK, fór fram 21. júní. Á fundinum var gengið til kosninga um formennsku í LABAK og í stjórn félagsins. Sigurður Már Guðjónsson í Bernhöftsbakaríi var kosinn formaður félagsins og tekur við embætti af Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi. Þess ber að geta að með formennsku fetar Sigurður í fótspor afa síns Sigurðar Bergssonar sem var fyrsti formaður Labak og gengdi formennsku frá árinu 1958 til 1970.

Á fundinum var einnig kosið um tvö sæti í stjórn félagsins. Sigubjörg Sigþórsdóttir í Bakarameistaranum og Vilhjálmur Þorláksson í Gæðabakstri/Ömmubakstri voru sjálfkjörin. Alfreð Freyr Karlsson í Kallabakaríi var kjörinn varamaður í stjórn félagsins.

Stjórn félagsins 2022-2023 skipa: Almar Þór Þorgeirsson, Almarsbakarí, Róbert Óttarsson, Sauðárkróksbakarí, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Bakarameistarinn, Sigurður Már Guðjónsson, Bernhöftsbakarí, og Vilhjálmur Þorláksson, Gæðabakstur/Ömmubakstur. Alfreð Freyr Karlsson og Sigurjón Héðinsson eru varamenn í stjórn félagsins. 

Aðalfundur Landssambands bakarameistara

06
Ma

Aðalfundur Landssambands bakarameistara

Aðalfundur Landssamband bakarameistara verður haldinn föstudaginn 20. maí, næstkomandi.  Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins og hefst kl. 15:00

 

Dagskrá:

15:00     Setning

15:10     Krefjandi rekstrarskilyrði, staða og horfur.

              Fjallað verður um áskoranir í rekstarumhverfi

15:45     Kaffihlé

16:00     Aðalfundarstörf

                              Skýrsla stjórnar

                              Starfsáætlun næsta árs

                              Ársreikningar og fjárhagsáætlun

                              Lagabreytingar

                              Kosningar

                              Ákvörðun félagsgjalda

                              Önnur mál

17:00-19:00        Óformlegar umræður og léttar veitingar í boði félagsins

 

Á aðalfundi á hverju ári er formaður kosinn til eins árs og tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til formanns eða í stjórn eru hvattir til að hafa samband við Gunnar Sigurðarson á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Athygli er vakin á því að tilkynna skal um framboð að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Kaka ársins

17
Feb

Iðnaðarráðherra fékk fyrstu köku ársins

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, iðnaðarráðherra, tók á móti fyrstu Köku ársins 2022 í dag. Eins og áður var haldin árleg keppni um köku ársins og stóð Rúnar Felixson hjá Mosfellsbakaríi uppi sem sigurvegari. Kaka Rúnar er pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi.

 

 

Kaka ársins

20

Rúnar Felixson bar sigur úr býtum

Úrslit keppninnar um Köku ársins 2022 fór fram í dag en fjórar kökur sem komust áfram í undankeppni fóru fyrir dómnefnd. Það var síðan Rún­ar Felix­son hjá Mos­fells­baka­ríi sem bar sig­ur úr bít­um með köku sem er með pistasíu-mousse með Creme-Brulee-miðju, hindberjageli og stökkum pistasíubotni, hjúpuð súkkulaði og toppuð með pistasíu kremi. Rúnar átti tvær kökur í úrslitum þetta árið en kaka Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur, samstarfsfélagi hans hjá Mosfellsbakaríi, lenti í öðru sæti. Karsten Rummelhoff frá Sauðárkróksbakaríi lenti í þriðja sæti.

Dóm­nefnd­in var vel skipuð í ár en hana skipuðu þau Eggert Jóns­son, bak­ari og konditor, Þórey Lovísa Sig­mund­ar­dótt­ir, yf­ir­bak­ari á Héðni, Linda Ben., mat­ar­blogg­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna og Þóra Kolbrá Sigurðardóttir hjá matarvef Morgunblaðsins. 

Kaka ársins fer í sölu þann 17. febrúar 2022

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

01

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara, LABAK, var kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Hótel Grímsborgum um síðastliðna helgi. Sigurbjörg Sigþórsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður en hún hefur gengt því hlutverki frá því í september á síðasta ári. Nýr formaður LABAK er Hafliði Ragnarsson hjá Mosfellsbakaríi.

Sigurbjörg var kvödd með virktum og henni þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Stjórn Landssambands bakarameistara skipa þau Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson, Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir. Varamenn í stjórn eru þeir Sigurjón Héðinsson og Steinþór Jónsson. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurjón Héðinsson, Hafliði Ragnarsson, formaður, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, Almar Þór Þorgeirsson, Davíð Þór Vilhjálmsson og Steinþór Jónsson. Á myndina vantar Róbert Óttarsson.

Kaka ársins er hraunkaka

12
Jan

Kaka ársins er hraunkaka

Úrslit í keppni um köku ársins hjá Landssambandi bakarameistara fór fram í beinni útsendingu í þættinum Vikan með Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld. Þrjár kökur, sem þóttu skara fram úr í forkeppni í nóvember, kepptu að þessu sinni til úrslita. Gestir sjónvarpsþáttarins þau sr. Davíð Þór Jónsson, Vilhelm Þór Da Silva Neto, leikari, og Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri, skipuðu dómnefndina og varð kaka Garðars Tranberg hjá Bakarameistaranum fyrir valinu sem kaka ársins 2021. 

Ásamt köku Garðars þá voru það kökur frá Ólöfu Ólafsdóttur, hjá Mosfellsbakaríi og Sigurði Má Guðjónssyni, hjá Bernhöftsbakaríi sem kepptu til úrslita eftir að hafa komist áfram úr forkeppni sem haldin var í nóvember. 

Kaka Garðars er Góu hraunkaka með karamellumús og ferskju- og ástaraldinfrómas. Kakan verður sett í sölu í bakaríum Landssambands bakarameistara í tilefni konudagsins 21. febrúar næstkomandi.

Landssamband bakarameistara óskar Garðari til hamingju með köku ársins 2021

Iðnaðarráðherra tók á móti köku ársins

14
Feb

Iðnaðarráðherra tók á móti köku ársins

Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók á móti Köku ársins á skrifstofu sinni í atvinnuvegaráðuneytinu. Í Köku ársins 2020 er rjómasúkkulaði, saltkarmellumús og Nóa tromp. Höfundur kökunnar er Sigurður Alfreð Ingvarsson, bakari hjá bakaríinu Hjá Jóa Fel.

Landssamband bakarameistara efnir árlega til keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Nóa Siríus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Nóa tromp. Kaka ársins er nú til sölu í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins.

Dómarar í keppninni voru Berglind Guðmundsdóttir, eigandi matarbloggsins Gulur, rauður, grænn og salt. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus, og Berglind Guðjónsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins

Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins

19
Feb

Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun.

Síða 3 af 5