Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

28
Mar

Josep Pascual með vinnusmiðju á Íslandi

Hinn heimsþekkti stórbakari Josep Pascual verður með vinnusmiðju í bakaradeild MK dagana 17. - 20. april nk. 

Á þessari fjögurra daga vinnusmiðju fer Pascual yfir víðan völl.

Fyrstu tveir dagarnir eru helgaðir brauði þar sem farið verður meðal annars yfir 20 mismunandi, áferðir, bökunartækni og hönnun. Síðari tveir dagarnir fara í að skoða sætabrauð og verður meðal annars skoðaðar mismunandi leiðir til gerjunar, skreytingar og hvernig má virkja sköpunargáfu í þeirri vinnu. 

 

Þetta er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska bakara enda er Josep Pascual margverðlaunaður bakari, yfirþjálfari spænska landsliðsins í bakstri og situr í dómnefnd á heimsmeistaramóti í bakstri. 

Nánari upplýsingar og skráning er að finna á vef Iðunnar: Josep Pasucal á Íslandi

 

Landssamband bakarameistara vekur athygli á að félagsmenn greiða einungis 25 þúsund fyrir námskeiðið en fullt verð er 100 þúsund krónur. 

Deila: