Heimsins besta croissant!

09

Heimsins besta croissant!

Íslenska landsliðið í bakstri tók þátt í heimsmeistaramótinu í bakstri sem var haldið í lok októbermánaðar. Er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu og þrátt fyrir að komast ekki á verðlaunapall náði liðið frábærum árangri. Dómarar keppninnar völdu croissant íslenska liðsins það besta í flokki hreins croissant. 

Íslenska liðið var skipað þeim Finni Guðbergi Ívarssyni, Stefáni Pétri Bachmann Bjarnasyni og Matthíasi Jóhannessyni sem jafnframt var þjálfari liðsins. 

Morgunblaðið fjallaði ítarlega um keppnina

Deila: