Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

22

Fagnefnd danskra bakara og kökugerðarmanna í heimsókn

Tíu manna hópur starfsmanna og stjórnarmeðlima sameiginlegu fagnefndar fyrir bakara og kökugerðarmanna í Danmörku, DFFU (d. Det Faglige Fællesudvalg) heimsótti Ísland á dögunum. Meðal annars heimsótti hópurinn Menntaskólann í Kópavogi og hlutu höfðinglegar viðtökur hjá Árni og Ásgeir, fagkennurum, sem kynnti fyrir þeim bakaradeildina. Sigurður Már, formaður Landssambands bakarameistara, fór með gestina í fimm bakarí á höfuðborgarsvæðinu.  

Hlutverk dönsku fagnefndarinnar er að sjá um alla þætti menntunar fyrir bakara og kökugerðarmenn. Fagnefndin hefur til að mynda yfirumsjón með allri umsýslu sveinsprófa, námssamninga og heimilar fyrirtækjum að taka nema. Þá sér fagnefndin um heiðursorður til einstaklinga sem hafa skilað framúrskarandi árangri í námi og margt fleira. Fagnefndin er rekin í samvinnu vinnuveitenda og launþega.  

https://www.dffu.dk/

Deila: