Iðnaðarráðherra tók á móti köku ársins
Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók á móti Köku ársins á skrifstofu sinni í atvinnuvegaráðuneytinu. Í Köku ársins 2020 er rjómasúkkulaði, saltkarmellumús og Nóa tromp. Höfundur kökunnar er Sigurður Alfreð Ingvarsson, bakari hjá bakaríinu Hjá Jóa Fel.
Landssamband bakarameistara efnir árlega til keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Keppnin var haldin í samstarfi við Nóa Siríus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Nóa tromp. Kaka ársins er nú til sölu í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Dómarar í keppninni voru Berglind Guðmundsdóttir, eigandi matarbloggsins Gulur, rauður, grænn og salt. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus, og Berglind Guðjónsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins
Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun.
Ályktun Landssambands bakarameistara vegna þriðja orkupakkans
Landssambands bakarameistara hafnar orkupakkanum.
Fullveldiskaka LABAK fæst víða um land
Fullveldiskaka Landssambands bakarameistara, LABAK, er nú til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land.
Súrdeigsbrauð eru vegan þrátt fyrir að innihalda mjólkursýru
Mjólkursýrubakteríur (af ættbálknum lactobacillus) geta framleitt mjólkursýru með gerjun.
Lágkolvetnafæði dregur úr lífslíkum
Nýlega voru birtar í viðurkenndu læknatímariti niðurstöður bandarískrar rannsóknar á lífslíkum þeirra sem nærast á mismunandi kolvetnaríku fæði.
Fullveldiskaka LABAK
Landssamband bakarameistara, LABAK, fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með því að hanna sérstaka fullveldisköku sem verður til sölu í bakaríum félagsmanna víða um land.
Nemakeppni í bakstri 2018
Nemakeppni Kornax í bakstri fór nýlega fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Íslenska bakaralandsliðið keppir í Danmörku
Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Nordic Bakery Cup 2018, sem fram fer í Herning í Danmörku 17.-19. mars næstkomandi.
Nemakeppni Kornax í bakstri – Forkeppnin haldin 2. mars
Forkeppni í nemakeppni Kornax í bakstri verður haldin 2. mars næstkomandi.