Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

20
Mar

Finnur Guðberg Ívarsson Íslandsmeistari ungbakara

Íslandsmeistaramót í iðn- og verkgreinum var haldið í Laugardalshöll dagana 16. - 18. mars. 

Á mótinu, sem er samvinnuverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis, sveitarfélaga og fagfélaga iðn- og starfsgreina, var keppt í 22 faggreinum.

Í bakaraiðn öttu kappi þau Hekla Guðrún Þrastardóttir, Matthías Jóhannesson og Finnur Guðberg Ívarsson þar sem Finnur stóð uppi sem sigurvegari. 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun og óskar þeim öllum innilega til hamingju með frábæra keppni. 

Formaður Landssambands bakarameistara, dómarar og keppendur

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Finnur stóð uppi sem sigurvegari

Matthías, Hekla og Finnur

Matthías, Hekla og Finnur 

Landssamband bakarameistara veitti keppendum verðlaun

Landssamband bakarameistara veitti keppendum vegleg verðlaun en að auki fékk Finnur eignarbikar fyrir sigur.

 

 

Deila: