Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi mbl.is/Eggert Jóhannesson

03
Mar

Forðumst fúsk og svarta atvinnustarfsemi

Sig­urður Már Guðjóns­son, formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, varar við fúski og svartri atvinnustarfsemi. 

Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Sigurð þar sem hann bendir á þær hættur sem við blasa í áformum Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur ráðherra, iðnaðar, há­skóla og ný­sköp­un­ar, um að leggja niður nú­ver­andi kerfi um lög­vernd­un starfs­greina aðför að fag­mennsku. Sigurður ótt­ast að svört at­vinnu­starf­semi og fúsk muni taka við. 

Í viðtalinu kemur fram að Sigurður telur þau áform ráðuneytis um að að forgangsraða hvar lögverndun er mikilvæg og að ryðja í burt aðgangshindrunum glapræði. Því til stuðnings bendir hann á að í Þýskalandi hafi lög­vernd­un starfs­heita verið gef­in frjálst árið 2004 en Þjóðverj­ar hafi tekið upp fyrra fyr­ir­komu­lag lög­vernd­un­ar árið 2020 að nýju.  Slíkt mun draga úr fag­mennsku og gæðum og svört at­vinnu­starf­semi mun aukast, segir Sigurður í viðtalinu. 

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á mbl.is:

Fyrirséð að fúsk muni aukast

Deila: