Kona tekur sæti í stjórn LABAK í fyrsta sinn

22
Mar

Kona tekur sæti í stjórn LABAK í fyrsta sinn

Aðalfundur LABAK fór fram á laugardaginn, 18. mars.  Eftirfarandi breytingar urðu á stjórn félagsins.  Jón Albert Kristinsson, sem gegnt hefur formannsembætti síðastliðin þrjú ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Jóhannes Felixson var kosinn formaður í hans stað. Jóhannes er LABAK félögum að góðu kunnur en han sat í stjórn félagsins samfellt í 15 ár, þar af 7 ár sem formaður.

Róbert Óttarsson og Sigurbjörg Sigþórsdóttir koma ný inn í stjórn í stað þeirra Jóns Þórs Lúðvíkssonar og Reynis Carls Þorleifssonar. Sigurbjörg er fysta konan sem tekur sæti í stjórn LABAK. Nýrri stjórn er óskað velfarnaðar í störfum sínum

Deila: