Staðreyndir um brauð

Brauð

  1. Áður fyrr stóð heitið brauð ekki aðeins fyrir fæðuna brauð heldur almennt fyrir matvæli. Eins og segir í faðirvorinu „ gef oss í dag vort daglegt brauð“. Það sem við köllum brauð í dag var áður fyrr í Evrópu kallað hleifur.
  2. Korntegundir flokkast sem sæt grös, sem uxu í milljónir ára villt á jörðinni. Þau hafa verið notuð sem fæða í að minnsta kosti 30.000 ár og þá fyrst í grauta en í brauð í 22.000 ár. Fyrstu brauðin voru flatbrauð bökuð á hlóðum. Kornrækt til landbúnaðar hófst að talið sé fyrir 11.000 árum. Brauðbakstur er því tvöfalt eldri en landbúnaður.
  3. Konrad Adenauer, fyrrverandi kanslari Þýskalands, vann um tíma sem bakari. Árið 1915 fékk hann einkaleyfi fyrir brauðauppskrift til þess að nota á neyðartímum.
  4. Til þess að fæða byggingarmennina, sem reistu  hinna frægu pýramída í Egyptalandi, störfuðu 10.000 konur við að mala korn. Þar að auki voru þúsundir bakara við störf.
  5. Margar þjóðir á þeim tíma trúðu á „Brauð lífsins“ sem veitti þeim ódauðleika. Grikkir til forna nefndu brauð  þetta „Ambrossia“. Gyðingar töluðu um brauð þetta á Babílónstímanum 550 árum fyrir Krist. Þannig var það ekkert nýtt fyrir fólki þegar Jesú síðar talaði um brauð sem veitti ódauðleika. Það sem olli aftur á móti hneykslan á þessum tíma var að hann kallaði sjálfan sig brauð lífsins. Eins og segir í Jóhannesarguðspjalli 6.35: „Ég er brauð lífsins“.
  6. Samkvæmt marktækum rannsóknum neyta 95% Þjóðverja að minnsta kosti 3-5 sinnum í viku brauðs og rúnnstykkja. Aðeins 1% neytir alls ekki brauðs.
  7. Bakaraiðn hefur verið stunduð í borgum Evrópu í yfir 1300 ár. Að vísu voru ekki bara til ein tegund af bökurum heldur voru þeir kenndir við það hráefni sem þeir bökuðu aðallega úr til dæmis svartbakarar, hvítbakarar, súrbakarar, sætbakarar og rúgbakarar.
  8. Við getum þakkað brauði það að fyrir 11.000 árum settust menn að og hættu að flakka. Kornrækt í kringum þorp breytti menningu okkar og fólk fór að sérhæfa sig. Handiðnaður, viðskipti og allt sem því fylgdi er grundvöllur menningar okkar í dag.
  9. Japan hefur í áranna rás breyst úr hrísgrjónalandi í brauðland. Útgjöld vegna brauða í Japan eru nú í dag hærri en fyrir hrísgrjón. Ekta þýsk brauð eru álitin sælkerafæða í Japan.
  10. Ekkert land í öllum heiminum er með meira úrval af brauðum en Þýskaland. Landssamband bakarameistara í Þýskalandi starfrækir gagnagrunn fyrir brauð og eru í hann skráðar yfir 3000 mismunandi tegundir.

 

Sjá: www.brotkultur.de

Þýtt með leyfi © Bernd Kütcher yfirskólastjóra bakaraakademíunnar í Weinheim.