Kökugerð/ konditor

Um námið
Konditornám er að hluta til hægt að læra á Íslandi. Nokkur konditori  og bakarí hérlendis eru með nema á samningi og taka nemarnir verklega hlutann hér, en fara til útlanda í skóla. Ekki er möguleiki á að taka allt námið hérlendis. Alltaf verður að fara í skóla og taka sveinspróf erlendis. Flestir nemarnir fara til ZBC í Ringsted í Danmörku, sem er eini skólinn sem býður upp á konditornám í Danmörku.

BrúðkaupHelstu námsgreinar
Sérgreinar tengdar iðninni s.s.eftirréttagerð, kökubakstur, konfektgerð, ísgerð, fagfræði konditora, hráefnisfræði í bakstri, næringarfræði, framleiðslutækni og þjónusta og fagreikningur.

Verkleg þjálfun og tilsögn hjá meistara í faginu.

www.dffu.dk
www.bkd.dk

Framhaldsmenntun
Meistaranám í iðninni í MK, nám í tækni- og/eða háskólum ásamt fjölmörgum endurmenntunarnámskeiðum.

Námstími
3 ár og 7 mánuðir

Starf
Konditor/Kökugerðarmaður