Kaka ársins 2015

Keppnin um köku ársins 2015 var haldin 19. nóvember, að þessu sinni í nýju aðsetri IÐUNNAR fræðsluseturs að Vatnagörðum 20. Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Freyju og var þemað Rommý.

Þátttaka vex með hverju ári og að þessu sinni bárust  22 kökur í keppnina. Dómarar voru María Rosario Blöndal, Freyju, Ásthildur Guðmundsdóttir, Hótel- og matvælaskólanum og Rakel Pálsdóttir, Samtökum iðnaðarins.

Sigurvegari að þessu sinni var Hilmir Hjálmarsson í Sveinsbakaríi. Honum eru færðar innilegustu hamingjuóskir.