Hjartabrauð

Hjartabrauð - VeggspjaldHeilkorn – heilsunnar vegna!

Í korni finnast mörg heilsusamleg næringarefni. Auk sterkjunnar er í heilkornavörum Kímið og Trefjar úr ytri lögum Hveitikornsins.  Þar finnast ekki einungis mikilvægar trefjar heldur einnig mikilvæg steinefni, snefilefni og vítamín. Af þeim sökum búa brauðvörur úr heilkorni yfir sérlega mörgum og hollum eiginleikum. Einkum eru það trefjar sem eru sannir vinir. Þær eru mettandi, styðja við þarmana og halda blóðsykurstiginu í jafnvægi.

Af þessum ástæðum ætti að neyta heilkornavara daglega – heilsunnar vegna.

Heilkornabrauð samanstendur af öllum hlutum heilkornsins. Það þýðir þó ekki að það þurfi að vera úr heilum eða grófmöluðum kornum. Heilkorn má einnig mala í fínt mjöl – með öllum sínum mikilvægu næringarefnum.

Þannig borðar maður heilkornabrauð í dag !

Hjartabrauð Næringarinnihald

100 g bakað  brauð inniheldur:

* Orka – 845 KJ (200 kkal)
* Prótín – 7,8 g
* Kolvetni – 35,9 g ( þar af sykur – 2,2 g )
* Fita – 1,2 g ( þar af mettaðar fitusýrur – 0,4 g )
* Trefjar- 7,0 g
* Natríum – 0,5 g

Hjartabrauðið  er fínt og milt á bragðið. Úr hágæða rúg- og heilhveitimjöli, ilmandi heilkornsrúgsúrdegi og hágæða maltmjöli. Heilkornabrauð nýrrar kynslóðar og holl ánægja sem allri fjölskyldunni líkar.

Hjartabrauð  – fyrir alla þá sem þér þykir vænt um.

Frétt á mbl.is 30. ágúst 2012
Hjartabrauð í bakaríum – Gróf brauð eru hollari en hvít brauð AFP

brauðLandssamband bakarameistara (LABAK) og Hjartavernd hafa tekið saman höndum um að stuðla að heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið með samvinnu LABAK og Hjartaverndar er að vekja athygli á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að draga úr salt- og sykurneyslu.

Félagsmenn LABAK munu hafa á boðstólum Hjartabrauð sem er alfarið bakað úr möluðu heilkorni og uppfyllir öll næringarskilyrði skráargatsins, þ.e. inniheldur mikið af trefjum en lítið salt og sykur. Brauðið verður auðkennt með merki Hjartaverndar, samkvæmt tilkynningu.

Sala á Hjartabrauðinu hefst laugardaginn 1. september í bakaríum innan Landssambands bakarameistara. Sextíu krónur af hverju seldu brauði renna til Hjartaverndar og verður söfnunarfénu varið til kaupa á nýju ómtæki sem verður notað til rannsókna.