Heilsusamlegri stefna úr bakaríinu

Korn - Akur

Nánast hver einasti landsmaður neytir brauða daglega. Hvað vitum við eiginlega í raun um uppáhaldsgrunnnæringu okkar allra? Við fórum að rannsaka helstu staðhæfingar um brauð sem ganga á milli manna þessa dagana. Hefðir þú getað giskað á rétt svör?

Staðreyndir og rangfærslur um brauð

Gerir brauð okkur feit? Í fjórum sneiðum af samlokubrauði eru 260 kcal eins og í hálfri plötu af súkkulaði. Þess vegna þýðir það að brauð gerir okkur ekki sjálfkrafa feit. Almennt gildir sú regla að sá sem neytir fleiri kaloría en hann brennir fitnar. Auk þess skiptir miklu máli hvernig kaloríur þetta eru. Það tekur líkamann langan tíma að melta flóknar kolvetnakeðjur eins og brauð eru samsett úr. Kolvetnin í súkkulaði eru einsykrur og fara strax út í blóðrásina. Brauð er þess vegna miklu mikilvægara fyrir næringuna. Sá sem vill hugsa vel um heilsuna sína ætti því að velja brauð og þá sérstaklega heilkornabrauð. Á meðan 100 grömm af hrökkbrauði eru með um 430 kcl eru helmingi færri kcal í sama magni af heilkornabrauði.

BrauðGetur maður skorið mygluna í burt?

Mygla er ekkert til að fíflast með. Kornmygla er eitruð og getur valdið lifrarskaða. Þar að auki leynast myglugróin um allt brauðið þó þú sjáir þau ekki. Mygluðu brauði á að henda strax í ruslið. Til að minnka hættuna á myglu ætti helst ekki að pakka brauði í plast heldur geyma það við stofuhita í leirpotti eða brauðkassa. Hreinsið ílátið, sem brauðið er geymt í, reglulega með edikvatni.

Valda nýbökuð brauð magaverk?

Hvað smakkast betur en nýbökuð brauð? Er það virkilega rétt að brauð fari illa í maga ef maður neytir þeirra rétt eftir bakstur? Þetta er goðsögn sem kemur frá tímum er hungursneyðir geisuðu. Á tóman maga verða brauðsneiðarnar fljótt 3-4 eða jafnvel hálft brauð. Það er nefnilega svo erfitt að hætta þegar maður byrjar. Þess vegna var börnum sögð þessi lygi til að koma í veg fyrir ofneyslu á brauðum.

Eru dökk brauð hollari?

Heilkornavörur eru frá næringarfræðilegu sjónarmiði hollari, en að vísu er ekki allt dökkt brauð heilkorna. Brauð geta af mismunandi ástæðum verið dökk á litinn, t.d. ef bakarinn bætir malti í brauðin til að bæta bragðið. Þar sem maður sér ekki alltaf á brauðunum hvað þau eru í raun og veru gróf þá verður maður að spyrja afgreiðslufólkið eða lesa innihaldslýsingarnar. Heilkornabrauð verða að innihalda hið minnsta:

Heilkorn a.m.k. 50% af mjölinu

Fitu að hámarki 7 g/100 g

Sykur að hámarki 5 g/100 g

Natríum að hámarki 0,5 g/100 g

Trefjar a.m.k. 5 g/100 g

Í öðrum brauðtegundum er þetta ekki skylda.

Eru hvít brauð óholl?

Fjölmargir kjósa fremur hvít brauð en gróf. Ætti maður ekki að sleppa hvítu brauði af heilsufarsástæðum? Nei, alls ekki. Það eru ekki allir sem þola heilkornavörur. Þar að auki innihalda ljós hveitibrauð mörg mjög þýðingarmikil næringarefni, t.d. b-vítamín, steinefni og trefjar.

100 grömm af hvítu brauði inniheldur fleiri trefjar en sama magn af eplum. Að vísu hefur kímið og klíðið verið fjarlægt úr hveitinu. Ljóst brauð inniheldur 1/3 af steinefnum og ½ af vítamínum og trefjum sem finnast í heilkornabrauðum.