Bakaraiðn

BakariBakariðn er löggilt iðngrein. Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem bökurum er nauðsynleg í störfum sínum s.s. þekkingu á hráefni, vélum og tækjum.

Meðalnámstími er fjögur ár, samtals þrjá annir í skóla og 126 vikna starfsþjálfun.

Námið er alls 186 einingar og lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Bakari er löggilt iðngrein og er námið kennt í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og Verkmenntaskólann á Akureyri.

Helstu námsgreinar
Sérgreinar tengdar iðninni s.s. bakstur, fagfræði bakara, hráefnisfræði í bakstri, næringarfræði og tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar.
Almennar bóklegar greinar eins og íslenska, stærðfræði og erlend tungumál.

Verkleg þjálfun og tilsögn hjá meistara í faginu.

Sjá nánar Aðalnámskrá framhaldsskóla – Starfsnámsbrautir.

Framhaldsmenntun
Meistaranám í iðninni, nám í tækni- og/eða háskólum ásamt fjölmörgum endurmenntunarnámskeiðum.

Námstími
4 ár

Nánar hér.