Æskileg samsetning fæðunnar

Æskileg samsetning fæðunnarHæfilegt er að prótein veiti 10-20% heildarorku.

Ráðleggingar fyrir hópa fólks miðast við 15% orkunnar úr próteinum.

Hæfilegt er að fá 25-35% orkunnar úr fitu, þar af komi ekki meira en 10% orkunnar úr harðri fitu. Ráðleggingar fyrir hópa fólks miðast við 30% orkunnar úr fitu.

Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 50-60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Ráðleggingar fyrir hópa fólks miðast við 55% orkunnar úr kolvetnum.

Æskilegt er að fæðutrefjar séu að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 2400 kílókaloría fæði.

 

Heimild: Ráðleggingar um mataræði og næringarefni útgefandi Landlæknisembættið.